Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. júlí 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde: Við viljum hafa Neymar hjá okkur
Neymar fagnar hér marki í gærkvöldi.
Neymar fagnar hér marki í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, vill halda Brasilíumanninum Neymar hjá Barcelona, en það er mjög skiljanlegt.

Í Powerade-slúðrinu í gær kom fram að Neymar hafi sagt liðsfélögum sínum hjá Barcelona að hann væri á leið til franska félagsins Paris Saint-Germain. Þá greindi Sky Sports frá því að 90% líkur væru á því að Neymar væri á förum.

PSG er víst tilbúið að borga riftunarverðið í samningi Neymar, rúmar 200 milljónir punda. Neymar yrði þá langdýrastur í sögunni.

Neymar tók þátt í æfingaleik með Barcelona í gærkvöldi og skoraði tvisvar í 2-1 sigri á Juventus. Hann var frábær í leiknum.

Neymar ræddi ekki við blaðamenn að leik loknum, en Valverde tjáði sig um stöðu mála.

„Við viljum hafa Neymar hjá okkur," sagði Valverde.

„Við vitum hvað hann getur gert inn á vellinum og hann er líka mikilvægur fyrir okkur í búningsklefanum."
Athugasemdir
banner