Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. júlí 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy: Fullkomið að fá Lukaku núna
Lukaku hefur farið vel af stað með Man Utd.
Lukaku hefur farið vel af stað með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður Manchester United, er ánægður að sitt gamla lið hafi ákveðið að kaupa Romelu Lukaku.

Van Nistelrooy, sem skoraði ófá mörk fyrir United á sínum tíma, er virkilega hrifinn af Lukaku sem fótboltamanni og hann telur að Man Utd hafi keypt þann belgíska á hinum fullkomna tímapunkti.

„Ég man í alvöru eftir því að hafa spila gegn Romelu Lukaku. Ég var hjá Hamburg, hann var hjá Anderlecht, og það var í Evrópudeildinni," sagði Van Nistelrooy við vefsíðu United.

„Ég hreifst af líkamlegum styrk hans, sem og snertingu hans á boltanum. Vilji hans til að ná árangri var ótrúlegur."

„Hann sannaði sig hjá Everton og nú verður hann að taka næsta skref og sanna sig hjá nýju liði. Það er öðruvísi að spila fyrir United en Everton. Hann verður líka að taka andlegt skref. Pressan er öðruvísi, en ef hann getur tekist á við hana, þá sé ég engin vandamál."

„Frá sjónarhorni félagsins, þá er þetta fullkominn tími til þess að kaupa hann. Næstu sex, sjö, átta árin, þá verður United vonandi með öflugan sóknarmann í Romelu Lukaku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner