Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 16:25
Jóhann Ingi Hafþórsson
2. deild: Fjarðabyggð við það að komast upp í 1. deild
Sveinn Fannar Sæmundsson skoraði fyrir Fjarðabyggð.
Sveinn Fannar Sæmundsson skoraði fyrir Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Tveim leikjum var að ljúka í 2. deildinni.

Njarðvík og Völsungur gerðu 2-2 jafntefli í Njarðvík á meðan Fjarðabyggð vann gríðarlega mikilvægan leik gegn Gróttu á útivelli, 2-3.

Fjarðabyggð er komið langleiðina upp í 1. deildina eftir sigurinn en þeir eru með 11 stiga forskot á ÍR og aðeins 12 stig eru eftir í pottinum.

Grótta eru enn í 2. sæti en ÍR getur nálgast þá skildu þeir vinna Sindra.

Njarðvík og Völsungur voru bæði í bullandi hættu á botninum og hjálpaði jafntefli hvorugu liðinu í raun og veru og eru þau enn í sömu baráttu og áður.

Njarðvík 2 - 2 Völsungur
0-1 Ingólfur Örn Kristjánsson ('25)
1-1 Bergur Jónmundsson - Sjálfsmark ('45)
1-2 Gunnar Sigurður Jósteinsson ('59)
2-2 Andri Fannar Freysson ('93)
Rautt spjald: Halldór Fannar Júlíuson, Völsungur ('6)

Grótta 2 - 3 Fjarðabyggð
1-0 Guðmundur Marteinn Hannesson ('5)
1-1 Jóhann Ragnar Benidiktsson ('17)
1-2 Jóhann Ragnar Benidiktsson ('30)
2-2 Markaskorara Vantar ('45)
2-3 Sveinn Fannar Sæmundsson ('55)

Athugasemdir
banner
banner