Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 15:39
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Everton og Arsenal: Fjórar breytingar hjá Arsenal
Alex Oxlade-Chamberlain kemur inn í lið Arsenal.
Alex Oxlade-Chamberlain kemur inn í lið Arsenal.
Mynd: Getty Images
Everton og Arsenal mætast í dag í stærsta leik dagsins. Byrjunarliðin voru að lenda og eru ýmislegt sem kemur á óvart.

Hjá Everton koma Sheamus Coleman og Kevin Mirallas inn í liðið í staðin fyrir John Stones og Aiden McGeady.

Arsene Wenger hefur ákveðið að rótera liðinu en þeir spiluðu gegn Besiktas í vikunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en hann gerir alls fjórar breytingar frá síðasta deildarleik gegn Palace.

Það er enginn eiginlegur framherji hjá Arsenal hins vegar. Yaya Sanogo byrjaði leikinn gegn Crystal Palace síðustu helgi en hann er ekki með í dag. Olivier Giroud og Joel Campbell eru á bekknum.

Per Mertesacker kemur inn í staðin fyrir Laurent Koscielny sem fer á bekkinn, Monreal kemur inn í stað Keiran Gibbs. Alex Oxlade-Chamberlain kemur síðan inn ásamt Mathieu Flamini.

Byrjunarlið Everton: Howard, Coleman, Jagielka, Distin, Baines, Barry, McCarthy, Mirallas, Naismith, Pienaar, Lukaku.

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Debuchy, Mertesacker, Chambers, Monreal, Wilshere, Flamini, Ramsey, Ozil, Oxlade-Chamberlain, Sanchez.
Athugasemdir
banner
banner