banner
   lau 23. ágúst 2014 18:28
Grímur Már Þórólfsson
England: Arsenal með dramatíska endurkomu
Giroud fagnar marki í dag
Giroud fagnar marki í dag
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 2 Arsenal
1-0 Seamus Coleman ('19 )
2-0 Steven Naismith ('45 )
2-1 Aaron Ramsey ('83 )
2-2 Olivier Giroud ('90 )

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var rétt í þessu að ljúka. Það stefndi allt í öruggan sigur Everton manna en þeir leiddu 2-0 í hálfleik.

Það var Seamus Coleman sem kom Everton yfir á 19. mínútu eftir að Özil gleymdi sér á fjærstönginni. Steven Naismith bætti svo við öðru marki eftir undirbúning frá Lukaku á 45. mínútu en markið átti þó ekki að standa þar sem Naismith var rangstæður.

Arsenal gerðu þá breytingu í hálfleik og tóku Alexis Sanchez útaf sem byrjaði sem fremsti maður. Inná ó hans stað kom Oliver Giroud.

Annar varamaður Santi Cazorla átti svo fyrirgjöf á Ramsey sem skoraði og minnkaði muninn á 83. mínútu. Það var svo Giroud sjálfur sem jafnaði metin eftir fyrirgjöf frá Monreal á 90. mínútu.

Jafntefli því staðreynd í dramatískum leik. Everton því með 2 stig en Arsenal 4 eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner