Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. ágúst 2014 15:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Chelsea vann - Gylfi Sig lagði upp sigurmark
Diego Costa fagnar marki sínu í dag.
Diego Costa fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea vann Leicester City með tveimur mörkum gegn engu en mörkin komu í síðari hálfleik. Leicester fengu sín færi í leiknum og þar á meðal var David Nugent sem komst einn gegn Courtois í marki Chelsea en Belginn varði mjög vel.

Diego Costa og Eden Hazard skoruðu svo í seinni hálfleik og tryggðu Chelsea sigur.

West Ham fengu sín fyrstu stig er þeir unnu Crystal Palace, örugglega 3-1.

Southampton og West Brom gerðu tíðindalítið markalaust jafntefli á meðan Swansea unnu nýliða Burnley með einu marki gegn engu. Nathan Dyer skoraði markið eftir stoðsendingu frá okkar manni, Gylfa Þór Sigurðssyni sem er greinilega að finna sig vel hjá Swansea.

Chelsea 2 - 0 Leicester City
1-0 Diego Costa ('63 )
2-0 Eden Hazard ('77 )

Crystal Palace 1 - 3 West Ham
0-1 Mauro Zarate ('34 )
0-2 Stewart Downing ('37 )
1-2 Marouane Chamakh ('48 )
1-3 Carlton Cole ('62 )

Southampton 0 - 0 West Brom

Swansea 1 - 0 Burnley
1-0 Nathan Dyer ('23 )

Athugasemdir
banner
banner
banner