Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 05:55
Grímur Már Þórólfsson
England í dag - Gylfi gegn Burnley og Arsenal gegn Everton
Gylfi og félagar fá Burnley í heimsókn
Gylfi og félagar fá Burnley í heimsókn
Mynd: Getty Images
Önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með sex leikjum.

Í hádeginu mætast Aston Villa og Newcastle. Aston Villa vann góðan sigur á Stoke í fyrsta leik meðan að Newcastle töpuðu 2-0 gegn englandsmeisturunum í Manchester City.

Það eru svo fjórir leikir kl 2. Þar mætast Swansea og Burnley í Liberty leikvanginum. Burnley tapaði fyrir Chelsea en Swansea gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United. Það verður gaman að sjá hvort Gylfi Þór Sigurðsson nær að halda uppteknum hætti.

Chelsea mætir svo öðrum nýliðum en núna mæta þeir lærisveinum Nigel Pearson í Leicester.

Síðasti leikur dagsins er svo hörkuleikur á Goodison Park en heimamenn fá Arsenal í heimsókn.

Leikir dagsins:
11.45 Aston Villa - Newcastle
14.00 Chelsea - Leicester
14.00 Crystal Palace - West Ham
14.00 Southampton - WBA
14.00 Swansea - Burnley
16.30 Everton - Arsenal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner