banner
   lau 23. ágúst 2014 11:09
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sherwood: Palace vildu mig ekki nægilega mikið
Tim Sherwood.
Tim Sherwood.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood segir að hann hafi ekki viljað taka við Crystal Palace þar sem liðið hafi ekki sýnt nægilegan áhuga á sér.

Sherwood, sem stýrði Tottenham, síðari hluta síðustu leiktíðar, var talinn einna líklegastur til að taka við Palace liðinu ásamt Malky Mackay.

Sherwood segir hins vegar að Mackay hafi alltaf verið líklegastur til að taka við Palace.

,,Ég fór í viðtal um síðustu helgi hjá Palace en þá var starfið á leiðinni til Malky."

,,Ef mér hefði verið boðið starfið stuttu eftir viðtalið mitt, hefði ég tekið það en því lengri tíma sem það tók, því fleiri nöfn voru nefnd og áhuginn á mér minnkaði."

,,Ég veit að margir höfðu áhuga á starfinu, en sem þjálfari viltu vera fyrsti kostur hjá liði áður en þú tekur yfir. Þess vegna gat ég ekki sagt já," sagði Sherwood
Athugasemdir
banner
banner
banner