lau 23. ágúst 2014 12:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Tim Howard ætlar að hætta eftir HM í Rússlandi
Tim Howard.
Tim Howard.
Mynd: Getty Images
Tim Howard, markmaður Everton segist ætla að hætta knattspyrnuiðkun eftir HM 2018.

Samningur Howard við Everton rennur út sumarið 2018 en þá hefst einmitt HM í Rússlandi.

Komist Bandaríkin á HM, segir Howard að það sé fullkominn tími til að hætta en hann hefur nú þegar spilað 104 landsleiki fyrir þjóð sína.

,,Ég verð 39 ára á næsta HM. Samningurinn minn hjá Everton verður búinn og ég verð kominn með nóg af fótbolta eftir það," sagði Howard.

,,Það eru aðrir hlutir sem mig langar að gera. Fótbolti hefur verið góður við mig en þetta er fullkominn tími til að hætta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner