þri 23. ágúst 2016 20:50
Elvar Geir Magnússon
Ákveðið á stjórnarfundi að Rúnar heldur starfinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Niðurstaðan á stjórnarfundi norska félagsins Lilleström í dag er sú að Rúnar Kristinsson mun halda áfram sem þjálfari liðsins. Rúnar mun fá íþróttasálfræðing sér til aðstoðar.

„Hann hefur traust okkar og það eru engin tímamörk á því," segir Owe Halvorsen, stjórnarformaður Lilleström.

Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum og er í fallbaráttu.

Stjórnin er klofin í afstöðu til þess hvort Rúnar eigi að vera áfram en minnihlutinn taldi best að hann myndi stíga frá borði.

Stjórnarfundurinn í dag stóð yfir í þrjár klukkustundir samkvæmt norskum fjölmiðlum.

„Við höfum sent Rúnari skilaboð. Hann er ánægður og spenntur að mæta til vinnu á morgun," segir Halvorsen.

Lilleström er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og mætir Viking Stafangri í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner