Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. ágúst 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Ancelotti ræður son sinn sem aðstoðarþjálfara hjá Bayern
Feðgarnir saman á hliðarlínunni.
Feðgarnir saman á hliðarlínunni.
Mynd: KR
Carlo Ancelotti, þjálfari FC Bayern, hefur óvænt ráðið son sinn sem aðstoðarþjálfara hjá þýska félaginu.

Davide er 27 ára gamall sonur Ancelotti en hann var á sínum tíma leikmaður í unglingaliði AC Milan.

Davide náði ekki að komast í aðalliðið sem leikmaður og fór þá að mennta sig í íþróttafræðum.

Hann vann sem þolþjálari hjá Real Madrid þegar faðir hans stýrði liðinu frá 2013 til 2015.

Davide fær nú stærra starf þar sem hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Bayern þrátt fyrir litla reynslu sem fótboltaþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner