Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. ágúst 2016 10:00
Fótbolti.net
Hófið - Bikarnum líður vel í Krikanum
Uppgjör 16. umferðar
Jón Rúnar formaður FH er vanur því að taka sér göngutúra um stúkuna meðan á leikjum stendur.
Jón Rúnar formaður FH er vanur því að taka sér göngutúra um stúkuna meðan á leikjum stendur.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnar Bragi í Fylki með flikk-flakk innkast.
Arnar Bragi í Fylki með flikk-flakk innkast.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kristinn Kjærnested vill horfa á fótboltaleiki af svölum.
Kristinn Kjærnested vill horfa á fótboltaleiki af svölum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH-ingar eru með sjö stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar eftir 16. umferðina. Það er bil sem Íslandsmeistararnir munu ekki leyfa neinu liði að brúa! Það er enginn sem þorir að veðja á móti því að FH

Leikur umferðarinnar: FH 3 - 2 Stjarnan
Stórleikur þessarar umferðar olli ekki vonbrigðum! Toppslagur og fimm mörk. Stjörnumenn vilja ekki sjá sigurmark leiksins aftur en það var eitt ljótasta mark tímabilsins! FH-ingar sýndu enn og sönnuðu að þeir eru besta lið landsins.
Skoðaðu skýrsluna úr leiknum

Mark umferðarinnar: Hólmbert Aron Friðjónsson
Ísinn er brotinn hjá Hólmberti! Eftir að hafa ekki skorað mark í deildinni í sumar fyrir leikinn skoraði hann bæði mörkin gegn FH. Seinna markið er mark umferðarinnar. Flott afgreiðsla eftir frábæra fyrirgjöf sem Brynjar Gauti Guðjónsson átti.

Ummæli umferðarinnar: Heimir Guðjónsson
„Allur fótbolti sem var spilaður í þessum leik var af hálfu FH."

EKKI lið umferðarinnar:

Botnliðin tvö töpuðu sannfærandi og eiga eðlilega nóg af fulltrúum.

Úlfur úlfur umferðarinnar: Ejub Purisevic
Kvartaði mikið í Þorvaldi Árnasyni dómara þegar hann hefði frekar átt að láta sinn mann, Emir Dokara, heyra það. Emir var með stórhættulega tilburði gegn Fjölni og uppskar réttilega rautt spjald. Ejub er vanur því að kvarta yfir dómurunum og er innistæðan oft mjög þunn, eins og í þessu tilfelli.

Dómari umferðarinnar: Þorvaldur Árnason
Gaf hárrétt rautt spjald í leik Ólsara og Fjölnis sem endaði 2-2. Fékk 8 í einkunn fyrir gott kvöld.

Maraþonmaður umferðarinnar: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Einn okkar reyndasti aðstoðardómari var á flagginu fyrir vestan 24 klukkustundum eftir að hafa klárað heilt maraþon.

Andleysi umferðarinnar: Fylkir
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu. Ég veit ekki hvernig þeim tókst að vera svona rosalega andlausir," sagði Hjörtur Hjartarson í Pepsi-mörkunum um lið Fylkis. Árbæingar voru ekki mættir í leikinn gegn ÍA til að berjast fyrir tilverurétti sínum í Pepsi-deildinni.

Stangarsparkari umferðarinnar: Ólafur Íshólm
Markvörður Fylkis brást hinn versti við þegar Skagamenn skorðu annað mark sitt úr frekar slakri aukaspyrnu. Sparkaði Ólafur oftar en einu sinni í stöngina... og datt í einu sparkanna.

Ekki þrenna umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn er orðinn hundpirraður yfir því að hafa ekki enn skorað þrennu í sumar. Hann hefði viljað sjá það gerast gegn Þrótti. „Ég er frekar pirraður að vera ekki búinn að klára þrennuna í sumar. En sumarið er ekki búið, vonandi næ ég að klára þetta," sagði Kristinn eftir að hafa skorað tvö.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Valur á útivelli!
Eftir 13 mánaða bið vann Valur loks útileik í Pepsi-deildinni! Liðið vann 4-0 sigur gegn Þrótti í Laugardalnum í gær en fyrir þann sigur hafði liðið ekki fagnað útisigri í deild síðan liðið vann Leikni í 12. umferð í fyrra. Valsmenn eru í svakalegu stuði og hafa unnið tvo síðustu leiki samtals 11-0!

Notið #fotboltinet á Twitter



















Athugasemdir
banner
banner
banner