Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 23. ágúst 2016 19:36
Elvar Geir Magnússon
Einar Orri fyrstur til að fá tíu áminningar
Einar Orri Einarsson.
Einar Orri Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ hittist á sínum vikulega fundi í dag og úrskurðaði leikmenn í bann.

Einar Orri Einarsson, miðjumaðurinn öflugi í Keflavík, er fyrstur til að fá leikbann fyrir tíu áminningar. Keflvíkingar eru í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar en eru tíu stigum frá öðru sætinu og vonin um að komast upp orðin mjög veik.

Gísli Eyjólfsson verður í banni þegar Breiðablik mætir Stjörnunni næsta laugardag.

Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, er kominn í bann vegna fjögurra áminninga en hann missir af leik gegn erkifjendunum í Val næsta sunnudagskvöld.

Sam Hewson verður í banni þegar FH heimsækir Víking Ólafsvík og Mees Junior Siers í banni hjá ÍBV sem leikur gegn Þrótti. Viktor Unnar Illugason tekur út bann hjá Þrótturum í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner