Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. ágúst 2016 13:23
Magnús Már Einarsson
Freyr fer með landsliðinu til Úkraínu
Freyr Alexandersson (til hægri).
Freyr Alexandersson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson fer með íslenska landsliðinu í leikinn gegn Úkraínu í undankeppni HM þann 5. september næstkomandi.

Freyr fylgdist með Úkraínu á EM í sumar og hann verður með íslenska landsliðinu í leiknum í Kiev.

Arnar Bill Gunnarsson og Freyr verða njósnarar fyrir íslenska landsliðið í undankeppni HM.

Í kringum hvern leik í undankeppninni verður annar þeirra með íslenska liðinu en hinn verður úti í Evrópu að njósna um andstæðingana í næsta leik.

Arnar Bill verður því mættur að horfa á leik Finnlands og Kosovo þann 5. september en Ísland mætir Finnum í undankeppninni í október.

„Við viljum halda þeim sem mest í kringum hópinn og í kringum okkur Gumma (Guðmund Hreiðarsson) og Helga (Kolviðsson)," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner