Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. ágúst 2016 13:44
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardaldsvelli
Heimir: Allt opið fyrir Eið Smára í framtíðinni
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kollviðsson voru báðir á fundinum.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kollviðsson voru báðir á fundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á landsliðshópnum frá Frakklandi en hann opinberaði nýjan landsliðshóp í dag fyrir leikinn gegn Úkraínu. Viðar Örn Kjartansson kemur inn í hópinn í staðin fyrir Eið Smára Guðjohnsen og Hólmar Örn Eyjólfsson kemur í staðin fyrir Hjört Hermansson.

„Einu breytingarnar eru að Eiður Smári er ekki með núna. Viðar er búinn að vera góður í Svíþjóð og hann kemur inn," sagði Heimir Hallgrímsson um þær litlu breytingar sem eru á landsliðshópnum frá EM í Frakklandi.

Hann bætti svo við ástæðunni fyrir því að Hólmar Örn Rúnarsson kemur inn í hópinn í staðin fyrir Hjört Hermannsson en Heimir gerir alls tvær breytingar á hópnum frá Frakklandi.

„Hólmar Örn kemur svo inn fyrir Hjört Hermannsson þar sem við hugsum að ef þú ert gjaldgengur með U-21 árs liðinu og þú ert ekki að fara að byrja, ættiru frekar að hjálpa U-21 árs liðinu.

Heimir svaraði svo spurningu um hvort hann hafi talað við Eið Smára, áður en hann valdi hópinn.

„Ég talaði við umboðsmann Eiðs áður en við völdum þennan hóp. Það er allt opið enn fyrir hann í framhaldinu en óvíst hvað hann gerir. Við berum mikla virðingu fyrir Eiði og því sem hann gerði í Frakklandi. Við höldum öllu opnu," sagði Heimir.

Athugasemdir
banner
banner
banner