þri 23. ágúst 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Higuain: Haldið áfram að segja að ég sé feitur
Fljótur að skafa af sér
Fljótur að skafa af sér
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain gefur lítið fyrir ásakanir þess efnis að hann sé í slöku líkamlegu ásigkomulagi en hvetur fólk til að halda áfram að kalla sig feitan.

Juventus borgaði um 90 milljónir evra fyrir þennan 28 ára gamla markahrók í sumar en mörgum stuðningsmönnum þótti Higuain mæta til leiks í alltof slöku formi.

„Það er betra ef þið haldið áfram að kalla mig feitan því ég mun bara halda áfram að skora mörk. Í alvöru talað er ég í góðu formi. Ég hef æft í 20 daga og ég skil ekki hvers vegna allir eru að pæla í þessu," segir Higuain.

Higuain svaraði gagnrýnisröddum með því að gera sigurmark Juventus gegn Fiorentina í fyrstu umferð Serie A um síðustu helgi.

„Mann dreymir um svona kvöld en þeir draumar rætast ekki alltaf. Í þetta skiptið gerðist það. Markið leit kannski út fyrir að vera auðvelt en þetta er erfiðara en það lítur út fyrir að vera," segir Higuain, heldrjúgur.
Athugasemdir
banner
banner
banner