Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. ágúst 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Mihajlovic sér eftir því að hafa gefið Donnarumma tækifæri
Donnarumma ver vítaspyrnu Andrea Belotti
Donnarumma ver vítaspyrnu Andrea Belotti
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, fyrrum stjóri AC Milan og nú stjóri Torino, gat ekki annað en brosað þegar hann horfði upp á Gianluigi Donnarumma skemma fyrir sér frábæra endurkomu í Serie A á sunnudag.

Mihajlovic gaf ítalska undrabarninu fyrsta tækifærið í byrjunarliði AC Milan á síðustu leiktíð. Donnarumma hefur haldið sæti sínu síðan og var því í marki AC Milan á móti Torino.

Á lokamínútu leiksins fengu Torino vítaspyrnu en hinn 17 ára gamli Donnarumma gerði sér lítið fyrir, varði spyrnuna og tryggði þar með AC MIlan 3-2 sigur en kólumbíski markahrókurinn Carlos Bacca gerði öll mörk AC í leiknum.

„Ef ég hefði vitað að hann ætti eftir að verja víti á móti mínu liði hefði ég aldrei gefið honum eldskírn í fyrra," Mihajlovic léttur í bragði þrátt fyrir tapið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner