Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. ágúst 2016 18:56
Elvar Geir Magnússon
Svekkjandi jafntefli Blika gegn Serbunum
Berglind skoraði sigurmarkið.
Berglind skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spartak Subotica 1 - 1 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('69)
1-1 Alex Quincey ('92)

Breiðablik gerði svekkjandi jafntefli gegn serbneska liðinu Spartak Subotica í fyrsta leik sínum í riðli-3 í undankeppni Meistaradeildar kvenna.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark Kópavogsliðsins. Svava Rós Guðmundsdóttir átti stoðsendinguna. Serbneska liðið jafnaði í blálok uppbótartíma.

Þetta eru hrikalega svekkjandi úrslit fyrir Breiðablik miðað við gang leiksins en liðið átti mun fleiri marktilraunir samkvæmt tölfræði UEFA.

Riðillinn er leikinn í Wales en Blikakonur leika á fimmtudaginn gegn NSA Sofia og síðasti leikur riðilsins er gegn Cardiff Met. á sunnudag.

Cardiff vann Sofia 4-0 fyrr í dag.



Athugasemdir
banner