Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sigurðsson þreytti frumraun sína með Norrköping
Arnór í unglingalandsleik.
Arnór í unglingalandsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Arnór Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik með sænska liðinu Norrköping.

Arnór, sem er uppalinn hjá ÍA, kom inn á sem varamaður þegar Norrköping burstaði Bollnas í sænska bikarnum, 5-0.

Arnór kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks.

Hann hefur nokkrum sinnum verið á varamannabekk Norrköping á tímabilinu, en í kvöld kom hann í fyrsta sinn við sögu.

Arnór er einn af fjórum Íslendingum hjá Norrköping. Hinir eru Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarsinsson og Jón Guðni Fjóluson.

Þessi Skagastrákur fór til Svíþjóðar í mars á þessu ári.

Sjá einnig:
Sænski bikarinn: Kristinn Freyr, Elías Már og Árni Vill á skotskónum



Athugasemdir
banner
banner
banner