Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. ágúst 2017 07:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Barcelona undirbýr fjórða tilboðið í Coutinho
Framtíð Coutinho er enn í lausu lofti
Framtíð Coutinho er enn í lausu lofti
Mynd: Getty Images
Barcelona eru að undirbúa fjórða tilboð sitt í Phillippe Coutinho, leikmann Liverpool. Sky Sports greindu frá því í gærkvöldi að Barcelona væri ekki búið að gefast upp á að fá hinn 25 ára gamla Brasilíumann.

Tilboðið mun hljóða upp á 138 milljónir punda. 101 milljónir sem verða borgaðar strax og 37 milljónir í frammistöðu tengdum greiðslum.

Þessar 37 milljónir punda er sagðar tengjast leikjum spiluðum í Meistaradeildinni og sem ættu ekki að vera neitt vandamál ef skildi verða af félagaskiptunum.

Það virðist því svo að Barcelona hafi ekki gefist upp á að fá Coutinho til sín þó svo að mikið hafi verið skrifað um það síðustu daga.

Jurgen Klopp sagði frá því á fréttamannafundi í gær að Coutinho væri veikur og enn meiddur í baki og gæti því ekki spilað með liðinu gegn Hoffenheim í kvöld.
Athugasemdir
banner