Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. ágúst 2017 17:17
Elvar Geir Magnússon
Clucas til Swansea (Staðfest)
Clucas er kominn til Swansea.
Clucas er kominn til Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur staðfest kaup á Sam Clucas, 26 ára miðjumanni Hull.

Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning en kaupverðið er í kringum 15 milljónir punda.

Clucas er fjórði leikmaðurinn sem kemur í Swansea í sumar. Tammy Abraham, Roque Mesa og Erwin Mulder eru aðrir leikmenn sem Paul Clement stjóri fær.

Fyrsti leikur Clucas verður væntanlega gegn Crystal Palace á laugardaginn. Hann á að fylla skarð Jack Cork sem fór til Burnley fyrir tímabilið.

Clucas var vængmaður í upphafi ferilsins en færði sig svo á miðjuna.

Swansea ætlar að reyna að fá fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugganum lokar. Félagið er í leit að sóknarmanni, manni til að fylla í skarð Gylfa Sigurðssonar og varnarmanni.

Swansea er með eitt stig að loknum tveimur umferðum í ensku úrvalsdeildinni.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner