Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Girona verður systurfélag Man City
Stuðningsmaður Girona.
Stuðningsmaður Girona.
Mynd: Getty Images
City Football Group er að klára kaup á spænska félaginu Girona sem verður þar með systurfélag Manchester City.

Girona er í La Liga eftir að hafa komist upp á síðasta tímabili.

Girona verður sjötta félagið í systkynahópnum en City hefur þegar sterkt samband við Katalóníufélagið og lánaði því fimm leikmenn í sumar; Pablo Maffeo, Aleix García, Douglas Luiz, Marlos Moreno og Larry Kayode.

Síðan Sheikh Mansour keypti City í september hefur fyrirtæki hans sett á laggirnar New York City FC í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Yokohama F. Marinos í Japan og Atletico Torque í Úrúgvæ.

Þá er City búið að vera í tvö ár í samstafi við NAC Breda í Hollandi en hluti af þeim samningi er að lána leikmenn til félagsins.

City Football Group er einnig að íhuga að kaupa félag í Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner