mið 23. ágúst 2017 10:05
Magnús Már Einarsson
Höwedes og Vazquez orðaðir við Liverpool
Powerade
Lucas Vazquez (til hægri) er orðaður við Liverpool og Arsenal.
Lucas Vazquez (til hægri) er orðaður við Liverpool og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Danny Rose er orðaður við Chelsea og Manchester United.
Danny Rose er orðaður við Chelsea og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Chelsea vill fá Vardy.
Chelsea vill fá Vardy.
Mynd: Getty Images
Enski slúðurpakkinn er öflugur í dag líkt og vanalega. Kíkjum á slúðrið.



Chelsea vill fá Thomas Tuchel, fyrrum þjálfara Dortmund, til að taka við af Antonio Conte. Framtíð Conte er í óvissu en samband hans og stjórnar Chelsea er ekki gott. (Bild)

Barcelona ætlar að koma með loka tilboð upp á 136 milljónir punda í Philippe Coutinho (25) leikmann Liverpool. (Sun)

Aðrar fréttir segja að fjórða tilboð Barcelona í Coutinho verði 138 milljónir punda. Barcelona ætlar þá að borga 101 milljón punda strax en 37 milljónir punda verða bónusgreiðslur. (Mail)

Chelsea er nálægt því að kaupa miðjumanninn Danny Drinkwater (27) frá Leicester á 30 milljónir punda. Chelsea vill líka fá Antonio Candreva (30) miðjumann Inter en hann kostar 25 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea gæti óvænt lagt fram tilboð í Jamie Vardy (30) framherja Leicester. (Mirror)

Chelsea hefur einnig ennþá áhuga á Andrea Belotti (23) framherja Torino. (Star)

Alex Oxlade-Chamberlain (24) gerir líklega ekki nýjan samning við Arsenal. Chelsea og Liverpool vilja krækja í hann. (Telegraph)

PSG ætlar að bjóða Kylian Mbappe (18) að fá 15 milljónir evra í árslaun ef hann kemur til félagsins frá Mónakó. Það er tvöfalt hærri upphæð en Real Madrid var reiðbúið að greiða. (Marca)

Stuðningsmenn Mónakó hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna hegðun Mbappe og umboðsmanna hans. (Guardian)

Danny Rose (27) ætlar að ræða við Tottenham í vikunni en bæði Chelsea og Manchester United vilja fá hann í sínar raðir. (Independent)

Barcelona hefur boðið 119 milljónir punda í Ousmane Dembele (20) framherja Dortmund. Þýska félagið vill hins vegar fá að minnsta kosti 138 milljónir punda fyrir Dembele. (AS)

Manchester City er að undirbúa annað tilboð í Jonny Evans (29) varnarmann WBA eftir að tilboði upp á 18 milljónir punda var hafnað í fyrra. (ESPN)

Manchester United hefur verið í viðræðum við Inter um kaup á Ivan Perisic (28) síðan í lok síðasta tímabils. Útlit er hins vegar fyrir að Perisic skrifi undir nýjan samning við Inter. (Star)

Crystal Palace ætlar að bjóða 15 milljónir punda í skoska kantmanninn Oliver Burke (20) hjá RB Leipzig í Þýskalandi. (Guardian)

Marseille hefur áhuga á að fá Diego Costa (28) frá Chelsea ef ekkert verður af félagaskiptum hans til Atletico Madrid. (Telegraph)

Bournemouth ætlar að bjóða 25 milljónir punda í Demarai Gray (21) kantmann Leicester eftir að fyrsta tilboði félagsins var hafnað á dögunum. (Sun)

Lucas Vazquez (26), kantmaður Real Madrid, er á óskalista Liverpool og Arsenal. (Daily Express)

Michy Batshuayi (23) hefur engan áhuga á að fara frá Chelsea til Lille. Orðrómur hefur verið um að franska félagið ætli að bjóða 36 milljónir punda í Batshuayi. (London Evening Standard)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá Benedikt Höwedes (29) vinstri bakvörð Schalke á 18 milljónir punda. (Express)

Andre Gomes (24), miðjumaður Barcelona, hefur sagt félaginu að hann vilji fara. Manchester United hefur sýnt Gomes áhuga. (Manchester Evening News)

Sebastian Bassong (31) er að æfa með Birmingham og hann gæti samið við félagið. (Mail)

West Ham er ekki byrjað að leita að eftirmanni Slaven Bilic þrátt fyrir fréttir þess efnis í gær. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner