Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 23. ágúst 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV segir ekkert pláss fyrir áhorfendur gegn Val
ÍBV vill að stuðningsmenn láti í sér heyra.
ÍBV vill að stuðningsmenn láti í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á laugardaginn fær ÍBV heimsókn frá toppliði Vals í Pepsi-deild karla.

ÍBV er harðri fallbaráttu og framundan er erfiður leikur gegn besta liði landsins um þessar mundir, samkvæmt stöðunni í deildinni.

Á heimasíðu ÍBV kemur fram að það sé ekkert pláss fyrir áhorfendur á leiknum, aðeins sé pláss fyrir stuðningsmenn.

„Sú erfiða staða er komin upp að hrekja þarf okkar dyggustu áhorfendur frá vellinum að þessu sinni, þar sem ekki verður pláss fyrir áhorfendur á þessum leik," segir á heimasíðu ÍBV.

„Ástæðan er einfaldlega sú að nú verður stuðningsmönnum stillt upp í hvert stæði á vellinum og allir sem hingað til hafa talist til áhorfenda þurfa að breytast í stuðningsmenn."

„Myndum þéttan hóp í stúkunni og hvetjum liðið til sigurs."

Leikurinn hefst 16:00 á Hásteinsvelli á laugardaginn. Það verður vonandi tryllt stemning á vellinum í Eyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner