Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. ágúst 2017 05:55
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Ísland í dag - Tveir leikir í Pepsi deild kvenna
Þrír leikir fara fram í íslenska boltanum í dag. Allir leikirnir eru í kvennadeildunum. Tveir leikir fara fram í Pepsi deild kvenna og einn í 1.deild kvenna.

Í Pepsi deild kvenna eru það Blikarstúlkur sem taka á móti botnliði Hauka á Kópavogsvelli. Blikar geta endurheimt annað sæti deildarinnar með sigri en Haukar eru enn að eltast við að ná fyrsta sigri sínum í sumar.

Í hinum leik dagsins í Pepsi deild kvenna mætast Valur og Fylkir á Valsvellinum. Valur situr í fimmta sæti deildarinnar og getur komist upp fyrir Stjörnuna sem er í fjórða sætinu með sigri. Fylkir er hins vegar í bullandi fallbaráttu og þarf nauðsynlega á sigri að halda en þær eru 7 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Í 1.deild kvenna mætast Keflavík og Selfoss á Nettóvellinum í Keflavík. Selfoss er á toppi deildarinnar en Keflavík er í fjórða sætinu og með sigri getur Keflavík hleypt toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn!

miðvikudagur 23. ágúst

Pepsi-deild kvenna 2017
18:00 Breiðablik-Haukar (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur-Fylkir (Valsvöllur)

1. deild kvenna
18:00 Keflavík-Selfoss (Nettóvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner