mið 23. ágúst 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar vill meina að Barcelona skuldi sér pening
Mynd: Twitter
Í gær var greint frá því að Barcelona væri að lögsækja Neymar og krefjast þess að hann myndi borgi 8,5 milljónir evra (7,8 milljónir punda) fyrir brot á samningi.

Neymar og teymi hans ætla ekki að taka þessum fréttum og gera ekkert, þeir ætla að svara Barcelona með fullum hálsi.

Þeir segja að Barcelona skuldi Neymar pening. Brasilíumaðurinn skuldi þeim ekki neitt.

„Þessar fréttir komu okkur á óvart vegna þess að Neymar uppfyllti öll skilyrði samnings síns hjá Barcelona," segir í yfirlýsingu sem ráðgjafahópur Neymar sendi frá sér.

Fram kemur einnig í yfirlýsingunni að Barcelona skuldi Neymar 26 milljónir evra. Þeir áttu að borga það þegar Neymar fór til Paris Saint-Germain, en það var í samningi hans.

Lögfræðingar Neymar eru komnir í málið og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu af þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner