Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. september 2014 21:41
Alexander Freyr Tamimi
Deildabikarinn: Liverpool áfram eftir magnaða vítaspyrnukeppni
Liverpool fór áfram í vítaspyrnukeppni.
Liverpool fór áfram í vítaspyrnukeppni.
Mynd: Getty Images
Balotelli skoraði úr tveimur vítum.
Balotelli skoraði úr tveimur vítum.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 2 Middlesbrough (14-13 í vsp keppni)
1-0 Jordan Rossiter ('10 )
1-1 Adam Reach ('62 )
2-1 Suso ('109 )
2-2 Patrick Bamford ('120, víti)

Liverpool er komið áfram í næstu umferð enska deildabikarsins eftir sigur gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni sem ætlaði engan endi að taka.

Liverpool fékk sannkallaða draumbyrjun, því strax á 10. mínútu kom Jordan Rossiter heimamönnum á Anfield yfir með skoti vel fyrir utan teig.

Rossiter er einungis 17 ára gamall og var þetta fyrsti leikur hans fyrir aðallið Liverpool. Óhætt að segja að þessi efnilegi piltur hefði varla getað byrjað betur.

Staðan var 1-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefanna, en í síðari hálfleik jafnaði Adam Reach metin þegar hálftími var eftir af leiknum. Ekki tókst Liverpool að klára leikinn í venjulegum leiktíma, lokatölur 1-1.

Því var gripið til framlengingar og í seinni hálfleik hennar skoraði varnarmaðurinn Suso á 109. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir klafs í teignum.

Liverpool menn gátu nánast farið að fagna sigri þegar Kolo Toure braut afskaplega klaufalega af sér inni í vítateig þegar örfáar sekúndur voru eftir. Vítaspyrna dæmd og Patrick Bamford jafnaði metin, staðan 2-2 og vítaspyrnukeppni staðreynd.

Mario Balotelli byrjaði á því að skora og Bamford, sem hafði skorað örfáum mínútum áður úr víti, klúðraði fyrir Middlesbrough. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og þegar Raheem Sterling gat tryggt Liverpool sigurinn lét hann verja frá sér.

Jelle Vossen jafnaði svo metin í 4-4 og bráðabani staðreynd. Þess má geta að Vossen mætti FH í Kaplakrikanum í fyrrasumar með liði Genk.

Bráðabaninn var æsispennandi. Bæði lið héldu svo áfram að skora og skoruðu úr næstu sex spyrnum, meira að segja báðir markverðir nýttu sín víti.

Því var farið aðra umferð og lauk henni loks eftir að Suso hafði komið Liverpool í 14-13 og Albert Adomah klúðraði svo víti.

Þess ber að geta að Fulham vann 2-1 sigur gegn Doncaster í leik sem hófst klukkan 19:00.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Mario Balotelli
1-0 Patrick Bamford klúðrar
2-0 Lucas
2-1 Clayton
3-1 Adam Lallana
3-2 Reach
4-2 Suso
4-3 Adomah
4-3 Raheem Sterling klúðrar
4-4 Jelle Vossen
5-4 Jordan Williams
5-5 George Friend
6-5 Kolo Toure
6-6 Daniel Ayala´
7-6 Mahmadou Sakho
7-7 Ryan Fredericks
8-7 Javi Manquillo
8-8 Kenneth Omeruo
9-8 Jose Enrique
9-9 Yanick Wildschut
10-9 Simon Mignolet
10-10 Jamal Blackman
11-10 Mario Balotelli
11-11 Patrick Bamford
12-11 Lucas
12-12 Clayton
13-12 Adam Lallana
13-13 Reach
14-13 Suso
14-13 Adomah klúðrar
Athugasemdir
banner
banner
banner