Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. september 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Enski deildabikarinn - Byrjunarlið: 17 ára á miðju Liverpool
Rickie Lambert fyrirliði Liverpool
Jordan Rossiter, 17 ára miðjumaður Liverpool.
Jordan Rossiter, 17 ára miðjumaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rickie Lambert er fyrirliði Liverpool sem mætir B-deildarliðinu Middlesbrough í enska deildabikarnum. Lambert er í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool í alvöru leik en þessi 32 ára leikmaður kom frá Southampton í sumar.

Hinn afar efnilegi Jordan Rossiter, 17 ára miðjumaður, er einnig í byrjunarliði Liverpool og verður afar spennandi að sjá hann í leiknum á Anfield sem hefst 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Swansea sem mætir Everton en sá leikur verður beint á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 4.

Byrjunarlið Liverpool gegn Middlesbrough:
Mignolet; Manquillo, Toure, Sakho, Enrique; Lucas, Rossiter, Lallana, Sterling; Markovic, Lambert.

Byrjunarlið Middlesbrough gegn Liverpool:
Blackman, Friend, Ayala, Fredericks, Leadbitter, Clayton, Kike, Tomlin, Reach, Omeruo, Adomah.

Byrjunarlið Swansea gegn Everton:
Tremmel, Richards, Williams (f), Hernandez, Taylor, Shelvey, Carroll, Gylfi Sigurðsson, Dyer, Montero, Gomis

Byrjunarlið Everton gegn Swansea:
Howard; Hibbert, Distin, Alcaraz, Oviedo; Besic, Garbutt, Gibson, McGeady, Atsu; Eto'o.

Byrjunarlið Arsenal gegn Southampton:
Ospina, Bellerin, Chambers, Hayden, Coquelin, Rosicky, Diaby, Wilshere, Alexis, Campbell, Podolski.

Byrjunarlið Southampton gegn Arsenal:
Forster, Clyne, Fonte, Gardos, Targett, Wanyama, Schneiderlin, S. Davis, Tadić, Mané, Pellè.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner