þri 23. september 2014 16:10
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdastjóri Vals: Viljum koma í veg fyrir biðraðir
Úr leik milli Vals og FH í fyrra.
Úr leik milli Vals og FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, segir að ákvörðunin um að hækka miðaverð fyrir leikinn gegn FH á sunnudag hafi meðal annars verið tekin til að minnka álag og koma í veg fyrir biðraðir á leikdegi.

Búast má við góðri mætingu hjá stuðningsmönnum FH á völlinn enda er liðið að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

„Í ljósi þess að búast má við góðri mætingu á völlinn var ákveðið að bregða á það ráð að hafa forsölu þar sem miðaverð er ekkert hærra. Þetta er gert til að koma í veg fyrir biðraðir á leikdegi," segir Jóhann sem hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu.

Venjulegt verð á völlinn er 1.500 krónur og er hægt að fá miða á völlinn á því verði í forsölu hjá Hlíðarendafélaginu en á leikdegi mun miðaverð hækka upp í 2.000 krónur.
Athugasemdir
banner
banner
banner