Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   þri 23. september 2014 18:59
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa: Dýrt að missa Herra Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var nokkuð sáttur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í Grafarvoginum í dag.

Bæði lið gátu vel þegið sigur í sitt hvorri baráttunni en skiptu að lokum stigunum á milli sín.

,,Ég er mest sáttur við að við héldum hreinu og gott að taka eitt stig í þessari botnbaráttu. Þetta tekur allt. En ég hefði viljað skora eitt til þrjú mörk í þessum leik, við fengum færi til þess," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

,,Við vorum þéttir til baka og vorum að reyna að koma í veg fyrir skyndisóknir hjá Stjörnunni, og það gekk vel. Við fengum færin kannski en náðum ekki að nýta þau og niðurstaðan 0-0. Ætli það sé ekki sanngjarnt."

Gunnar Már Guðmundsson, oft kallaður Herra Fjölnir, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og þótti Ágústi það helst til hart.

,,Ég missti eiginlega af því. Ég sá að það var einhver tækling, hvort það var einn eða tveir fætur. Gunnar Már segir að þetta var einn fótur og gult spjald, en rautt beint finnst mér gróft. Það er mjög dýrt að missa Herra Fjölni (úr næsta leik gegn Fylki)."


Athugasemdir
banner
banner