þri 23. september 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Hvernig gekk spáin upp í 2. deild karla?
Fjarðabyggð vann 2. deildina.
Fjarðabyggð vann 2. deildina.
Mynd: Eysteinn Þór
Huginn kom liða mest á óvart í 2. deild karla en deildinni lauk um helgina. Liðinu var spáð neðsta sæti en endaði í því fjórða.

Vonbrigði tímabilsins miðað við spá var lið Aftureldingar. Liðinu var spáð upp en var á endanum hársbreidd frá þvíað falla.

Fjarðabyggð og Grótta fara upp en hvorugu liðinu var spáð upp fyrir tímabilið af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

Lokastaðan í deildinni:
1. Fjarðabyggð (spáð 4. sæti) | +3
2. Grótta (spáð 3. sæti) | +1
3. ÍR (spáð 1. sæti) | -2
4. Huginn (spáð 12. sæti) | +8
5. Sindri (spáð 7. sæti) | +2
6. Dalvík/Reynir (spáð 11. sæti) | +5
7. KF (spáð 8. sæti) | +1
8. Njarðvík (spáð 5. sæti) | -3
9. Ægir (spáð 6. sæti) | -3
10. Afturelding (spáð 2. sæti) | -8
11. Völsungur (spáð 9. sæti) | -2
12. Reynir S. (spáð 10. sæti) | -2
Athugasemdir
banner
banner