Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. september 2014 05:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stjarnan heimsækir Fjölni í stórleik
Stjörnumenn eiga erfiðan leik við Fjölni í Grafarvogi í dag.
Stjörnumenn eiga erfiðan leik við Fjölni í Grafarvogi í dag.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Það er aðeins einn leikur í Pepsi-deild karla í dag þar sem fallbaráttulið Fjölnis tekur á móti titilbaráttuliði Stjörnunnar.

Liðin áttu að mætast í fyrradag en leiknum var frestað vegna veðurs, enda var gríðarlegt rok í Grafarvoginum á upprunalegum leikdegi.

Stjörnumenn geta jafnað FH-inga á toppi deildarinnar með sigri og eiga þeir þá leiki við Fram og FH í lokaumferðunum.

Fjölnismenn eru einu stigi frá fallsætisliði Fram og geta svo gott sem tryggt sér áframhaldandi þátttöku í deildinni með sigri í dag. Fjölnir á eftir að spila við Fylki úti og ÍBV heima.

Leikur dagsins:
16:30 Fjölnir - Stjarnan (Fjölnisvöllur)
Athugasemdir
banner
banner