Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. september 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Man City hefur áhuga á að lengja lánsdvöl Lampard
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi áhuga á að lengja lánsdvöl Frank Lampard hjá félaginu framyfir janúar.

Lampard gekk í raðir New York City í sumar en fór í sex mánaða lánsdvöl á Etihad. Þessi 36 ára leikmaður skoraði gegn fyrrum félagi sínu á sunnudag og tryggði City stig gegn Chelsea.

Tímabilið í bandarísku MLS-deildinni hefst ekki fyrr en í mars.

„Ég get ekki svarað um þessi mál sem stendur. Lánssamningurinn er til janúarmánaðar en við skulum bara sjá hver staðan verður þá," segir Pellegrini.

Þá hefur Pellegrini staðfest að David Silva og Sergio Aguero missi af bikarleik gegn Sheffield Wednesday á morgun en ættu að vera klárir í slaginn á laugardag þegar liðið mætir Hull í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner