Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. september 2014 13:05
Magnús Már Einarsson
Rodgers hefur engar áhyggjur af Gerrard
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist ekki hafa neinar áhyggjur af fyrirliða sínum Steven Gerrard.

Liverpool hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og frammistaða Gerrard hefur ekki verið sannfærandi.

Hinn 34 ára gamli Gerrard átti sérstaklega erfitt uppdráttar í 3-1 tapinu gegn West Ham um síðustu helgi.

,,Ég hef engar áhyggjur, nei," sagði Rodgers aðspurður um Gerrard. ,,Hann er stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hann er mjög hæfileikaríkur. Það var frammistaða liðsins í heild sem var ekki nógu góð á laugardag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner