Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. september 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Diaby verðskuldar virðingu
Mynd: Getty Images
Wenger ætlar að tefla fram sterku liði gegn Southampton þar sem hann ætlar sér að blanda reyndum leikmönnum við unga og efnilega leikmenn.

Abou Diaby verður með eftir að hafa glímt við margvísleg meiðsli síðustu ár, en þá verða ungu strákarnir Hector Bellerin, Isaac Hayden, Chuba Akpom og Semi Ajayi einnig með.

Diaby er 28 ára og hefur aðeins leikið 41 leik í öllum keppnum fyrir Arsenal síðustu fjögur tímabil.

,,Diaby verðskuldar mikla virðingu. Hann er með svakalegt hugarfar, að gera það sem hann hefur gert er ótrúlegt," sagði Wenger.

,,Hann hefur verið að glíma við alvarleg meiðsli trekk í trekk og hann kemur til baka í hvert skipti tileinkaður málstaðnum.

,,Diaby spilaði 90 mínútur á Villa Park með U21 liðinu í síðustu viku. Hann var í leikmannahóp aðalliðsins gegn Villa á laugardaginn og hann mun spila gegn Southampton á þriðjudaginn.

,,Ég hef gífurlega mikla trú á hæfileika hans og mér þykir leitt að hann fái ekki tækifæri til að sýna hæfileikana. Ef það er eitthvað til sem heitir réttlæti þá mun framtíðin vera mun betri fyrir hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner