Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 23. september 2016 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Haukar í Pepsi-deildina (Staðfest)
Haukastelpur fara upp í Pepsi-deildina!
Haukastelpur fara upp í Pepsi-deildina!
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Haukar 3 - 1 Keflavík
1-0 Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('45 )
2-0 Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('48 )
2-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('70 )
3-1 Þóra Kristín Klemensdóttir ('86, sjálfsmark )
Lestu nánar um leikinn

Það var rosaleg dramatík á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar og Keflavík börðust um seinna lausa plássið í Pepsi-deild kvenna á næsta leiktímabili. Grindavík var búið að taka hitt plássið fyrr í dag, en nú var spurningin hvaða lið færi upp líka. Fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Keflavíkur og því gat allt gerst í þessum leik, það var allt opið ef svo má segja.

Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Það var hins vegar ekkert búið að skora þegar dómarinn flautði til leikhlés. Haukar komu mjög sterkir inn í seinni hálfleikinn og eftir aðeins fjórar mínútur var staðan orðin 2-0 og þær komnar með yfirhöndina í einvíginu. Heiða Rakel Guðmundsdóttir setti bæði mörk Hauka.

Hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík aftur inn í þetta þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Keflvíkingar voru þarna að fara áfram á útivallarmörkum, en þegar stutt var eftir af leiknum komust Haukar aftur yfir. Þá gerði varnarmaður Keflavíkur sjálfsmark og þar við sat, Haukar unnu 3-1 og eru á leiðinni upp í Pepsi-deildina!

Sigurinn var verðskuldaður hjá Haukum og þær munu mæta Grindavík í úrslitaleiknum um sigur í 1. deild kvenna á þriðjudaginn. Liðin léku saman í B-riðli í sumar og mættust tvisvar, en Grindavík vann báða leikina 3-0 og það verður því áhugavert að sjá hvað gerist núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner