Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Clyne telur að Liverpool geti orðið meistari
Brattur.
Brattur.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Liverpool, telur að liðið hafi burði til að verða enskur meistari á þessu tímabili.

Liverpool hefur meðal annars unnið Arsenal og Chelsea á útivelli í byrjun tímabils en liðið er með tíu stig eftir fimm umferðir.

Clyne var spurður að því í viðtali við Sky Sports hvort að Liverpool geti unnið titilinn.

„Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta það. Við erum með hóp af leikmönnum til að berjast um titilinn," sagði Clyne.

„Ef við höldum áfram að spila eins og við erum að gera þá getum við vonandi verið á meðal toppliðanna í lok tímabils."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner