Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bosz: Pulisic er besti ungi leikmaður heims
Pulisic þykir mjög efnilegur.
Pulisic þykir mjög efnilegur.
Mynd: Getty Images
alska blaðið Tuttosport hefur tilnefnt 25 leikmenn sem koma til greina í vali á besta unga leikmanni ársins.

Tuttosport hefur í áraraðir staðið fyrir þessu vali en þar er valinn besti leikmaður í heimi af leikmönnum sem eru 21 árs og yngri.

Christian Pulisic, leikmaður Dortmund, er á listanum. Peter Bosz, stjóri Dortmund, segir að Pulisic eigi að fá nafnbótina.

„Hann verður að vinna þetta," sagði Bosz á blaðamannafundi í gær aðspurður út í listann og Pulisic.

Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel á síðasta tímabili og á þessu tímabili þykir Pulisic ekki líklegur til að hreppa verðlaunin. Ousmane Dembele, fyrrum liðsfélagi hans, og Kylian Mbappe þykja mikið líklegri, en þrátt fyrir það hefur Bosz trú á sínum leikmanni.

„Hann er mjög góður leikmaður og á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann er að bæta sig í hverri einustu viku."

Sjá einnig:
25 bestu ungu leikmenn í heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner