Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 23. september 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
Einar Ingi dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi á morgun
Einar Ingi Jóhannsson.
Einar Ingi Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fer fram á morgun. KSÍ heldur áfram að gefa dómurum tækifæri. Um síðustu helgi dæmdi Egill Arnar Sigurþórsson sinn fyrsta leik í deildinni og á morgun er það Einar Ingi Jóhannsson sem fær sinn fyrsta leik.

Einar er fæddur 1983 og er skráður í KFG en hann dæmir leik KA og Grindavíkur.

Þorvaldur Árnason dæmir leik Víkings Ó. og FH. Ólsarar eru í fallsæti og FH-ingar í Evrópubaráttu.

Þóroddur Hjaltalín flautar leik Fjölnis og KR. Grafarvogsliðið er enn í fallhættu og KR heldur í vonina um að læðast upp í Evrópusæti.

Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara Vals. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir fallbaráttuslag Breiðabliks og ÍBV og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson viðureign Víkings R. og ÍA.

sunnudagur 24. september
14:00 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
14:00 KA-Grindavík (Akureyrarvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-FH (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Fjölnir-KR (Extra völlurinn)

Sjá einnig:
Fallbaráttan - Hverjir fara niður með Skagamönnum?
Evrópubaráttan - Nær KR að lauma sér í Evrópusæti?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner