Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 23. september 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt fyrir Rakitic að horfa upp á Neymar fara
Mynd: Getty Images
Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona, var mjög óánægður þegar hann frétti það að Neymar hefði verið seldur til Paris Saint-Germain.

Neymar gekk í raðir PSG í sumar fyrir tæpar 200 milljónir punda, en Börsungar höfðu lítið að segja í málinu þar sem Parísarliðið borgaði riftunarverðið í samningi Brasilíumannsins.

Rakitic segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á Neymar yfirgefa Katalóníustórveldið.

„Það var mjög erfitt fyrir mig persónulega, ekki bara vegna þess að hann er einn besti leikmaðurinn, líka vegna þess að hann var einn besti náuginn," sagði Rakitic við BBC.

„Hann var mjög mikilvægur í búningsklefanum hjá okkur og hann er ein besta manneskja sem ég þekki úr fótboltaheiminum."

„Þetta var slæm ákvörðun vegna þess að ég vil hafa hann í mínu liði, en við verðum líka að virða ákvörðun hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner