lau 23. september 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gareth Barry: Arsenal reyndi tvisvar að kaupa mig
Mynd: Getty Images
Gareth Barry, miðjumaður WBA, mun bæta leikjametið í ensku úrvalsdeildinni ef hann spilar gegn Arsenal á mánudagskvöld.

Hinn 36 ára gamli Barry spilar þá 633. leik sinn í úrvalsdeildinni og fer upp fyrir Ryan Giggs yfir leikjahæstu leikmenn.

Það er frekar sérstakt að hann muni líklega bæta metið gegn Arsenal, liði sem hefur nokkrum sinnum reynt að kaupa hann.

„Það áttu sér stað nokkur samtöl og Arsene Wenger var áhugasamur," sagði Barry í viðtali sem birtist hjá Sky Sports.

„Það var áhugi þegar ég var að fara frá Aston Villa á sínum tíma og síðan þegar ég yfirgaf Manchester City og fór til Everton, þá var líka áhugi frá Arsenal," sagði Barry enn fremur.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og fyrir því sem hann hefur gert fyrir enskan fótbolta. Það hefði verið gaman að vinna með honum, en það gerðist því miður ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner