PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hrós og hársprey - „Meinti sem leikmaður inni á vellinum“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   lau 23. september 2017 16:42
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Tímabilið búið að vera stöngin út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var létt eftir 2-1 sigur á Haukum í Inkasso-deildinni í dag. Sigurmark Selfyssinga kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið er umdeilt en Stefán Gíslason þjálfari Hauka segir að þetta hafi verið glórulaust.

En hvað fannst Gunnari?

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Haukar

„Nei, og örugglega ekki allavega eitt af þessum tvem sem voru dæmd af okkur í dag."

„Við fáum mjög mikið af góðum færum en það var aðeins bras á okkur í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum of langt frá mönnum og vorum ekki alveg að fara eftir leikskipulaginu. Við töluðum saman í hálfleik og mönnum langaði mjög mikið að vinna í dag. Það voru allir að leggja sig fram, bekkur, staff og allir sem mættu hingað á svæðið. Leikurinn var bara flottur."

Selfyssingar töpuðu illa í síðasta leik en Gunnar var ánægður að sjá hvernig menn komu til baka.

„Já, við höfum rætt það áður að það er mikill karakter í liðinu og þegar það er svona lítið í húfi og annað heldur og hjartað fyrir klúbbnum sínum að menn sýni það í verki. Það er ómetanlegt."

En hvernig fannst Gunnari sumarið ganga?

„Við erum aðeins undir pari stigalega. Markmiðin voru mörg, bæði lítil og stór. Eitt af markmiðunum var að vera fyrir ofan eða í kringum miðju, að ná að safna 33 stigum. Við erum að vinna fleiri leiki heldur en í fyrra og við erum ekki að gera jafnmörg jafntefli. Tímabilið heilt yfir er búið að vera stöngin út."

Gunnar gerir ráð fyrir því að halda áfram með liðið næsta tímabil.

„Já, ég reikna fastlega með því."
Athugasemdir
banner