Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
   lau 23. september 2017 16:42
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Tímabilið búið að vera stöngin út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var létt eftir 2-1 sigur á Haukum í Inkasso-deildinni í dag. Sigurmark Selfyssinga kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið er umdeilt en Stefán Gíslason þjálfari Hauka segir að þetta hafi verið glórulaust.

En hvað fannst Gunnari?

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Haukar

„Nei, og örugglega ekki allavega eitt af þessum tvem sem voru dæmd af okkur í dag."

„Við fáum mjög mikið af góðum færum en það var aðeins bras á okkur í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum of langt frá mönnum og vorum ekki alveg að fara eftir leikskipulaginu. Við töluðum saman í hálfleik og mönnum langaði mjög mikið að vinna í dag. Það voru allir að leggja sig fram, bekkur, staff og allir sem mættu hingað á svæðið. Leikurinn var bara flottur."

Selfyssingar töpuðu illa í síðasta leik en Gunnar var ánægður að sjá hvernig menn komu til baka.

„Já, við höfum rætt það áður að það er mikill karakter í liðinu og þegar það er svona lítið í húfi og annað heldur og hjartað fyrir klúbbnum sínum að menn sýni það í verki. Það er ómetanlegt."

En hvernig fannst Gunnari sumarið ganga?

„Við erum aðeins undir pari stigalega. Markmiðin voru mörg, bæði lítil og stór. Eitt af markmiðunum var að vera fyrir ofan eða í kringum miðju, að ná að safna 33 stigum. Við erum að vinna fleiri leiki heldur en í fyrra og við erum ekki að gera jafnmörg jafntefli. Tímabilið heilt yfir er búið að vera stöngin út."

Gunnar gerir ráð fyrir því að halda áfram með liðið næsta tímabil.

„Já, ég reikna fastlega með því."
Athugasemdir
banner
banner
banner