Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
   lau 23. september 2017 18:05
Fótbolti.net
Jón Þór: Skelfileg tilfinning að upplifa þetta í faðmi fjölskyldunnar
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni á fimmtudaginn án þess að spila. Þar sem Fjölnir vann FH varð ljóst að ÍA leikur í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Jón Þór Hauksson tók við þjálfun ÍA í síðasta mánuði og vonast til þess að fá traustið til að halda áfram með liðið eftir tímabilið.

„Tilfinningin var skelfileg," sagði Jón Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að falla í sófanum ef svo má að orði komast.

„Maður var ekki sérstaklega undir þetta búinn. Ég taldi að FH myndi klára þennan leik. Það var vægast sagt skelfileg tilfinning að upplifa þetta heima hjá sér. Maður vill miklu frekar upplifa þetta eftir tapleik og geta öskrað á liðsfélagana eða kennt dómaranum um. Maður vill ekki taka útrásina í faðmi fjölskyldunnar, með börnum og eiginkonu. Það var ekkert spes."

Jón Þór segir að erfiðasta stundin fyrir sig persónulega í sumar hafi verið þegar hann tók við eftir að Gunnlaugur Jónsson hvarf á braut.

Skagamenn hafa marga hæfileikaríka leikmenn í sínum röðum og eru að mestu með uppalda stráka. Jón Þór býst við að liðið haldi langflestum leikmönnum sínum og segir að góður efniviður sé til staðar til að fara beint aftur upp.

„Það þarf að byggja ofan á það sem hefur verið vel gert. Þetta er í þriðja sinn á níu árum sem við föllum en ég er á því að af þessum þremur skiptum höfum við aldrei verið á betri stað með hópinn. Það má byggja á því. Það er blanda af ungum leikmönnum og reynslumeiri mönnum."

„Ef að til mín verður leitað er ég algjörlega tilbúinn í það að halda áfram. Það hafa engar formlegar viðræður farið í gang. Ég tel að verið sé að leyfa mönnum að klára sitt tímabil en geri ráð fyrir því að verið sé að vinna í þessu bak við tjöldin."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Jón Þór meðal annars um áföllin sem ÍA varð fyrir í vetur og hvernig menn eru gíraðir í að klára mótið með sæmd.
Athugasemdir
banner