Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar fær hvíld í dag
Mynd: Getty Images
Brasilíski stjörnuleikmaðurinn Neymar verður ekki með Paris Saint-Germain þegar liðið heimsækir Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Neymar er lítillega meiddur, en það verður engin áhætta tekin með hann í dag þar sem það eru mikilvægir leikir framundan.

PSG mætir Bayern München í Meistaradeildinni í næstu viku og því verður engin áhætta tekin með dýrasta leikmann sögunnar.

Parísarliðið hefur hingað til ekki tapað leik á þessu tímabili og á Neymar, sem kom frá Barcelona í sumar, stóran þátt í því.

Hann er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp fjögur mörk til viðbótar í frönsku úrvalsdeildinni.

Neymar hefur verið mikið í fréttum í þessari viku eftir að hafa rifist við liðsfélaga sinn, Edinson Cavani um hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnu. Neymar er búinn að biðjast afsökunar
Athugasemdir
banner
banner