Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gunnhildur Yrsa með bandið í tapi
Gunnhildur Yrsa í landsleik á dögunum.
Gunnhildur Yrsa í landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valerenga 0 - 1 Avaldsnes
0-1 Elise Thorsnes ('65)
Rautt spjald: Michelle Betsos, Valerenga ('56)

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var með fyrirliðabandið hjá Valerenga þegar liðið mætti Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var á heimavelli Valerenga.

Gunnhildur er búinn að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu hjá Valerenga þrátt fyrir að vera aðeins á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu.

Í dag þurfti lið hennar að sætta sig við tap gegn gamla Íslendingaliðinu, Avaldsnes.

Eina markið skoraði Elise Thorsnes á 65. mínútu, en tæpum 10 mínútum síðar hafði Michelle Betsos, markvörður Valerenga, fengið að líta beint rautt spjald.

Valerenga er í áttunda sæti norsku deildarinnar með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner