Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 23. september 2017 17:01
Mist Rúnarsdóttir
Rakel Hönnu: Það eru ennþá möguleikar
Rakel og félagar í Breiðablik áttu góðan dag
Rakel og félagar í Breiðablik áttu góðan dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er sigur í dag. Þá brosum við,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 2-0 sigur á Stjörnunni. Blikar gerðu jafntefli við Stjörnuna á sama velli fyrir rétt um ári og misstu þar með af titlinum en þær náðu að hefna fyrir það í dag og tryggja sér annað sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta allt í lagi. Þetta hafði ekki það mikil áhrif á leikinn. Auðvitað væri ákjósanlegra ef það væri logn og smá úði, uppáhaldsfótboltaveðrið. En við tökum þessu. Þetta er alveg eins fyrir bæði liðin þannig að þetta hefði ekki svo mikil áhrif,“ sagði Rakel um aðstæður en það blés hraustlega framan af leik.

Blikar geta ekki aðeins glaðst yfir eigin úrslitum því önnur úrslit dagsins voru þeim einnig í hag. FH vann Val sem þýðir að 2. sætið er Breiðabliks og Grindavík vann Þór/KA svo Blikar eiga enn tölfræðilega möguleika á titlinum.

„Við vissum ekkert inná vellinum. Ég veit ekki hvort að bekkurinn var með eitthvað á hreinu. Við vorum bara að hugsa um að klára okkar og fréttum úrslitin hérna eftir leik.“

„Það eru ennþá möguleikar. Alveg þangað til að þetta er búið. Eins og við erum búin að segja eftir síðustu fimm umferðir þá förum við bara í okkar leiki til þess að vinna. Það er ekkert annað sem við getum gert. Við verðum að klára okkar leik á föstudaginn og sjá svo bara til.“


Hægt er að horfa á allt viðtalið við Rakel í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner