banner
   lau 23. september 2017 15:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Guðbjörg og Hallbera í sigurliði
Guðbjörg stóð í rammanum hjá Djurgarden.
Guðbjörg stóð í rammanum hjá Djurgarden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgarden 2 - 1 LB07
1-0 Mia Jalkerud ('9)
1-1 Eveliina Parikka ('29)
2-1 Mia Jalkerud ('53)

Landliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir voru í sigurliði í sænsku úrvalsdeildinni.

Lið þeirra, Djurgarden, spilaði gegn Limhamn Bunkeflo 07.

Mia Jalkerud kom Djurgarden yfir eftir níu mínútu, en eftir rétt rúman hálftíma jafnaði Eveliina Parikka fyrir LB07. Jalkerud skoraði síðan sitt annað mark og tryggði Djurgarden sigur á 53. mínútu.

Lokatölur voru 2-1 fyrir Djurgarden en Guðbjörg og Hallbera spiluðu báðar 90 mínútur. Anna Björk Kristjánsdóttir gerði það líka. Hún var í hjarta varnarinnar hjá gestunum í LB07.

Djurgarden er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, LB07 er í sjötta sætinu með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner