Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. október 2014 18:16
Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía gerir þriggja ára samning við Stjörnuna
Ásgerður Stefanía hefur framlengt við Stjörnuna.
Ásgerður Stefanía hefur framlengt við Stjörnuna.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Ásgerður átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en Stjarnan vildi festa hana í sessi til lengri tíma.

Ásgerður hefur verið undanfarnar tíu leiktíðir hjá Stjörnunni og síðasti leikur hennar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í síðustu viku var hennar 200. á Íslandsmótinu fyrir félagið.

,,Það er mikil ánægja hjá félaginu að vera búið að tryggja sér krafta hennar til lengir tíma," sagði Einar Páll Tamimi hjá Stjörnunni við Fótbolta.net.

,,Við stefnum að því að ganga frá samningum við aðra leikmenn félagsins á næstu dögum og vikum og ætlum að halda þeim kjarna sem hefur verið hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner