Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. október 2014 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Helgi rekinn af velli í tapleik
Helgi Daníelsson hefur leikið með liðum á borð við Hansa Rostock, AIK og Belenenses
Helgi Daníelsson hefur leikið með liðum á borð við Hansa Rostock, AIK og Belenenses
Mynd: Getty Images
Århus 1 - 2 Horsens
1-0 Mate Vatsadze ('30)
1-1 Jude Nworuh ('36)
1-2 Sonni Nattestad ('83)
Rautt spjald: Helgi Daníelsson, Århus ('75)

Århus tapaði mikilvægum heimaleik gegn Horsens í eina leik dönsku fyrstu deildarinnar í dag.

Helgi Daníelsson var í byrjunarliðinu en fékk tvö gul spjöld og var því rekinn af velli á 75. mínútu.

Mate Vatsadze skoraði eina mark heimamanna eftir hálftíma en Jude Nowruh jafnaði sex mínútum síðar.

Sonni Nattestad skoraði sigurmarkið á 83. mínútu og kom Horsens þannig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum yfir Helga og félaga.

Århus hefur ekki unnið einn leik af síðustu fjórum og er í fimmta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliðum Viborg og Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner