Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 23. október 2014 14:41
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Raggi Sig byrjar gegn Wolfsburg
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Krasnodar taka á móti þýska liðinu Wolfsburg í Evrópudeildinni klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Liðin eru ásamt Lille og Everton í H-riðli.

Ragnar er að sjálfsögðu í byrjunarliði Krasnodar en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í hjarta varnar rússneska liðsins.

Krasnodar hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa en baráttan í riðlinum er jöfn og spennandi eins og sjá má á stigatöflunni hér að neðan.

Fylgst verður með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu hér á forsíðu Fótbolta.net.

Byrjunarlið Krasnodar: Dykan (m), Jędrzejczyk, Granqvist, Kaleshin, Ragnar Sigurðsson, Mamaev, Gazinki, Ahmedov, Laborde, Pereyra, Ari.
Athugasemdir
banner
banner
banner